Ofur einföld, ódýr og góð súpa sem slær alltaf í gegn.

Innihaldsefni
- 700 ml vatn
- 1 teningur grænmetiskraftur
- 1 stór dós kókosmjólk
- 2 stórar dósir hakkaðir tómatar frá Hunt's
- 4 hvítlauksrif1
- 1/2 msk Olífu Olía, ég notaði chili olíu frá Filippo Berio
- Salt og Pipar
- 3 dl pastaskrúfur
Leiðbeiningar
- Hakkið tómatana úr dós með töfrasprota, blender eða matvinnsluvél.
- Setjið olíu og hvítlauk í pott og leyfið að malla þar til hitinn er kominn upp en passið að laukurinn brenni ekki
- Þegar hitinn er kominn upp bætið þá við hökkuðum tómötum, vatni, grænmetis kraft og kókosmjólk
- Setjið salt og pipar eftir smekk og leyfið að malla í 12 mínútur
- Setjið pastaskrúfur út í og leyfið að malla í 8 - 10 mínútur í viðbót
- Súpan má að sjálfsögðu malla lengur og verður bara betri með tímanum, en eftir þennan tíma er hún orðin fullelduð og má því bera hana fram
Ég bar súpuna fram með ristuðu baguette brauði, sýrðum rjóma og rifnum ost, en mér finst einnig gott að hafa basiliku með þegar ég á hana til. Þessi súpa er svo frábær því hún er ótrúlega bragðgóð, einföld og fljót í eldun, geymist vel og fer vel með budduna. Öll innihaldsefnin sem ég notaði í súpuna má finna á myndinni hérna að neðan en auðvitað er hægt að skipta þeim út fyrir önnur eftir smekk.