Möndlumjólk sem er laus við öll aukaefni og er því himnesk fyrir kroppinn

Innihaldsefni
1 Bolli Möndlur frá Himnesk Hollusta
4 Bollar Vatn
3 Döðlur frá Himnesk Hollusta
1 tsk Kakó
1/2 tsk Vanilludropar
Leiðbeiningar
- Setið möndlur í skál og hellið vatni yfir og geymið yfir nótt
- Hellið vatninu af möndlunum og setjið þær í blender ástam 4 bollum af nýju vatni
- Blandið í 2 mín í blender
- Bætið döðlunum, vanilludropum & kakó útí
- Blandið í 2 mín til viðbótar
- Hægt er að sigta möndluhratið frá með sigti en mér finnst gott að hafa það með og vel því að sigta það ekki frá
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu en þær vörur fást í öllum helstu Krónu verslunum, Nettó, Fjarðarkaup og fleiri stöðum. Döðlurnar frá þeim eru mjúkar, ólíkt mörgum öðrum döðlum og þær því frábærar þegar maður vill hafa þær í eins litlum bitum eins og mögulegt er eða maukaðar. Best er að geyma mjólkina í gleríláti eins og flöskum og inní ísskáp.
Ég nota hana á allt mögulegt en uppáhalds er:
Að sjóða hafra uppúr henni og gera þannig creamy hafragraut
Út á chia fræ til að útbúa chia graut
Út á gríska jógúrt
Út á múslí
Út í kaffi
Í boozt
Drekka eintóma