Dásamlegt pestó sem hentar með mat, á hrökkbrauð, eða með snakki.

Innihaldsefni
100 gr Apríkósur
1 dl kashjú eða furuhnetur
1/2 dl Olífuolía
50 gr sólþurrkaðir tómatar
1/2 tsk salt
Leiðbeiningar
- Öll innihaldsefni sett í blender eða matvinnsluvél
- Þarf líklega að losa stundum frá og ýta niður frá hliðum
- Láta blanda þar til verður kekkjalaust
Þetta pestó er gjörólíkt öllum þeim sem maður getur keypt útí búð en á sama tíma svo ofur einfalt og ég er því fljótari að henda í þetta heldur en að stökkva útí búð. Apríkósurnar gera það sætt – svo það verður dásamlega bragðgott. Ég hef alltaf notað apríkósurnar frá Himneskri Hollustu því þær eru mjúkar og henta því vel þegar þarf að mauka þær. Ef apríkósurnar eru þurrar verður pestóið ekki eins mjúkt, ferkst og gott.
Ég borða þetta yfirleitt á hrökkbrauð, með lasanja, eða með kjúklinga -og fiskiréttum.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu, en það eru vörur sem ég haf alltaf kosið að nota í þessa uppskrift.