Kjúklingalæri í heimagerðri Tómatsalsa sem er himnesk fyrir kroppinn

Innihaldsefni
700 gr Úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
1 tsk Chili krydd (eða eftir smekk)
200 gr Konfekt tómatar
2 msk ferskt Kóríander
1/2 Rauðlaukur
4 Hvítlauksrif
Salt & Pipar
2 msk Olía
1 Lime
Leiðbeiningar
Tómatsalsa:
- Stillið ofn á 190°C.
- Skerið tómatana í helming og raðið í eldfast mót
- Skerið smátt rauðlauk, hvítlauk og kóríander og setjið í skál
- Bætið Olíu, Chili kryddi, Salti & Pipar og Lime við í skálina og blandið saman
- Þessu er öllu helt yfir tómatana og sett inní ofn í 20 mínútur
- Fatið er tekið út og öllu helt yfir í blender/matvinnsluvél
- Blandað þar til verður að sósu og borið fram með kjúklingnum
Kjúklingalæri:
- Úrbeinuðu lærin eru sett í eldfast mót
- Salt & Pipar sett yfir
- Bakað inní ofni á 190°C í 25 mínútur eða þar til hann er full eldaður
Þessi kjúklingaréttur er svo einfaldur en góður. Sósuna er hægt að nota í allt mögulegt, en hún er einnig góð með fisk, hakki & taco.
Á myndinni fyrir neðan sést hvernig tómat salsað er áður en það fer inní ofn og svo hvernig hún er eftir að hafa farið blender og búið er að hella henni yfir kjúklinginn. Ég raspaði parmesan yfir og setti svo salt & pipar yfir og bar fram með salati.