Satay Kjúklingur með ómótstæðilegu flatbrauði

Innihaldsefni
1 Poki úrbeinuð kjúklingalæri - Ég nota Rose Poultry
Hálf Krukka Satay Souse frá Blue Dragon
1 Fahjitas Pönnukaka
2 msk Mæjónes
1 tsk Sinnep
Rucola
3 Pharmaskinku sneiðar
1/2 Rauðlaukur
1 dl Hvítvínsedik
1 msk Sykur
Leiðbeiningar
Súrsaður Rauðlaukur
- Sjóðið vatn og slökkvið undir þegar suðan kemur upp
- Setjið lauðlaukinn skorinn niður í sneiðar út í soðna vatnið í 1 mínútu
- Takið rauðlaukin uppúr pottinum
- Blandið saman í krukku Ediki og Sykri
- Setjið laukinn ofan í edik og sykur og geymið í 30 mín
Sinnepsmæjó Flatbrauð
- Blandið sinnepi og mæjónesi saman í skál
- Hitið pönnukökuna inní ofni í 5 mínútur á 180 gráðum
- Smyrjið sinnepi og mæjónesi á
- Setjið Rucola yfir
- Dreyfið Pharmaskinku sneiðum yfir
- Rauðlaukur settur yfir eftir smekk
Satay Kjúklingur
- Úrbeinuðu Kjúklingalærin sett í fat
- 1/2 krukku af Satay sósu dreyft vel yfir
- Sett inní ofn á 190 gráður í 30 mínútur
- Borið fram með restinni af sósunni í krukkunni og flatbrauðinu
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Rose Poultry og Blue Dragon, en satay sósan sem ég hef notað í mörg ár er frá Blue Dragon og fæst í öllum helstu verslunum. Megin ástæðan fyrir því að ég vel hana yfir aðrar sambærilegar er sú að það er lægra sykur magn í henni heldur en flestum öðrum sem í boði eru.
Rose poultry kjúkling nota ég alltaf, því hann fæst frosinn og því hægt að geyma hann lengi, t.d. ef maður verslar inn fyrir alla vikuna í einu. Hann er líka á töluvert betra verði heldur en sambærilegur ófrosinn kjúklingur.