Ristaðar kjúklingabaunir sem henta frábærlega sem snakk, nesti eða millimál

Innihaldsefni
1 Dós Kjúklingabaunir
2 msk ferskt wasabi mauk
2 tsk hvítlauks salt
1 msk Olífuolía
Leiðbeiningar
- Útbúið wasabi mauk með þar til gerðum tólum, eða notið tilbúið wasabi
- Skolið kjúklingabaunirnar og setjið þær á pökunarplötu með bökunarpappír
- Setjið allt á kjúklingabaunirnar og veltið þeim um á plötunni
- Dreyfið úr þeim og setjið í ofn á 210 gráður í 35 mín
- Athugið að fylgjast vel með þeim og velta þeim um af og til
- Passið að þær brenni ekki og takið út þegar þær eru orðnar stökkar
- Njótið sem snakk, meðlæti, út á salat eða sem millimál