Sykur- og Hveitilaus Gulrótakaka sem er hægt að borða án samviskubits

Innihaldsefni
BOTN: KREM:
200 gr Gulrætur 1 tsk Vanilludropar 400 gr Rjómaostur
80 gr Haframjöl 1 1/2 tsk Kanill 2 msk Granulated Stevia
100 gr Kókosmjöl 4 kúfaðar msk Jógúrt 1 tsk Vanilludropar
80 gr Möndlur 100 gr Döðlur 1 msk Appelsínusafi
1 tsk Lyftiduft 1 tsk Matarsódi 1/4 tsk Appelsínubörkur
1 msk Kókosolía 1/4 tsk salt
3 Egg 1 msk Granulated Stevia
Leiðbeiningar
BOTN:
- Rífið niður gulrætur
- Myljið hafra og kókosmjöl í blender svo að það verði að dufti
- Þeytið saman egg og steviu
- Skerið möndlur og döðlur niður í bita
- Bætið öllu saman rólega
- Setjið smjörpappír í form svo að hann nái upp yfir kantana eða setjið í vel smurt smelluform
- Deigið á að passa vel í eitt hringlaga smelluform
- Bakið á 200 gráðum í 25 - 30 mín eða þar til hnífur kemur nánast þurr upp úr henni
KREM:
- Þeytið saman Steviu og Rjómaost
- Kreistið 1 msk af appelsínusafa og bætið við
- Rífið með fínu rifjárni appelsínubörk og bætið við
- Smyrjið kökuna með kreminu og geymið í kæli þar til hún er borin fram