Öðruvísi marengs kaka sem slær alltaf í gegn
6 Eggjahvítur 300 gr Sykur 750 ml Rjómi 2 Plötur Milka súkkulaði Ber til skreytinga - ég notaði Jarðaber, Bláber og Granat epli Botnarnir í þessari köku geymast vel og því er í góðu lagi að baka þá 1 – 2 dögum áður en kakan er borin fram, en ég set hins vegar alltaf rjóma, ber og nammi á hana samdægurs. Í þetta skiptið notaði ég jarðaber, bláber, granatepli og Milka súkkulaði og það heppnaðist dásamlega vel. Ég valdi að nota Milka súkkulaði því það er svo mjúkt og því í góðu lagi að skreyta kökuna með stórum bitum af því. Ef það er notað hart súkkulaði, líkt og suðusúkkulaði finnst mér bitarnir þurfa að vera mjög smáir.
Innihaldsefni
Leiðbeiningar