Döðlukúlur sem koma með mér í öll ferðalög sem ég fer í og henta fullkomlega í nestisboxið.

Innihaldsefni
3 dl Saxaðar Döðlur frá Himneskri Hollustu
1 dl Vatn
1/2 tsk Vanilludropar
1 msk Hnetusmjör
1 dl Haframjöl
1/2 dl Kókosmjöl
1 dl Pekanhnetur
2 tsk Turkisk Peber duft
Leiðbeiningar
- Döðlur og Vatn soðið saman í potti og hrært stöðugt með gaffli og hann notaður til þess að stappa þessu aðeins saman
- Þegar döðlurnar og vatnið er orðið klísturslegt eins og karamella er það tekið af hellunni
- Pekanhnetur skornar niður í hæfilega stóra bita
- Öllu blandað saman ofan í pottinn með döðlunum og vatninu og hrært saman
- Rúllaðar út kúlur í höndunum - um það bil 15 stk
- Kúlunum velt upp úr kókosmjöli eða bökunarkakó
- Best er að geyma kúlurnar í frysti og taka eina og eina út, en þær verða ekki harðar í frysti
Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu.
Flest hráefnin sem ég notaði í uppskriftina eru frá Himneskri Hollustu en döðlurnar frá þeim eru þær bestu sem ég hef fundið til að nota í hráfæðisbakstur því þær eru svo ferskar og mjúkar og því auðvelt að mauka þær.